STARFSKENNING MÍN

Kjartan Örn Kjartansson

Jólaseríur

Posted by Kjartan Örn á nóvember 26, 2007

Sæl öll,

Jæja þá er maður byrjaður að skreyta fyrir jólin. Ég setti upp 100 kerta jólaseríu á föstudaginn var en kveikti á henni í kvöld. Systir mín er í heimsókn hjá okkur þannig að ég „plataði“ hana með mér í Blómaval, Húsasmiðuna og Garðheima núna í kvöld til að skoða jólaskraut og dót sem tilheyrir jólahátíðinni. Ég er mikið jólabarn og hef hrikalega gaman af öllu því umstangi sem snýr að jólum og áramótum. Að vísu hafa áherslurnar breyst aðeins þegar maður hefur elst. Þegar ég var gutti þá var maður búinn að skjóta upp öllum rakettunum upp fyrir kl. 22:00, en í dag lætur maður nægja að skjóta upp einni rakettu á miðnætti.

 Bið að heilsa í bili;

Kjartan Örn

Auglýsingar

Posted in Annað | Leave a Comment »

Vinna vinna vinna

Posted by Kjartan Örn á nóvember 25, 2007

Heil og sæl öll,

Jæja þá er maður komin vel á veg með þessa síðu. Ég er búinn að vera svo upptekinn í vinnu og þess vegna hef ég ekki verið eins duglegur við námið eins og ég hefði óskað. Ég er búinn að vera kenna allar helgar síðan snemma í haust og svona verður þetta áfram í nokkra mánuði til viðbótar. Ég er að kenna skipstjórn og hef ég alveg hrikalega gaman af því að kenna öllu þessu skemmtilega fólki sem ég hitti í því námi.

Bið að heilsa í bili;

Kjartan Örn

Posted in Annað | Leave a Comment »

Velkomin á heimasíðuna mína

Posted by Kjartan Örn á september 8, 2007

Þessi heimasíða er til þess að halda utan um nám mitt í áfanganum, Kennslufræði greinasviða og æfingarkennsla.

Hérna ætla ég að setja inn öll þau verkefni sem ég vinn í þessum áfanga en þessi áfangi er hluti af námi mínu við Kennaraháskóla Íslands.

Ég hóf nám í Kennaraháskóla Íslands í byrjun janúar árið 2007 og áætla ég að ljúka náminu í desember sama ár.

Gjörið svo vel að skoða þessa heimasíðu og það efni sem kann að leynast inni á henni.

Með bestu kveðju;

Kjartan Örn

Posted in Annað | 6 Comments »