STARFSKENNING MÍN

Kjartan Örn Kjartansson

Starfskenning

Inngangur

Í þessu verkefni hefur mér verið falið að skrifa um starfskenningu mína. Ég á að skýra frá því í megindráttum hver er starfskenning mín með því að takast á við eftirfarandi þemu og spurningar í ljósi eigin reynslu og með hliðsjón af þeim bókum og fræðigreinum sem ég hef kynnt mér í náminu.

Ég er búinn að lesa nokkuð marga bækur í námi mínu til kennararéttinda en að sjálfsögðu hafa þær verið mjög misjafnar. Þær bækur sem hafa stðaið upp úr eru bækur á

Ég er búinn að vinna fjögur verkefni í þessum áfanga auk þess sem ég er búinn að gera heimasíðu á WordPress.com. Ég er búinn að skila þessum fjórum verkefnum inn á WebCT auk þess sem ég setti þau inn á hímasíðna mína hjá WordPress.com. Þetta verkefni lít ég á sem samantekt þar sem ég ætla að spinna meginmálið í verkefnunum fjórum í eitt.

Ég hef haft gagn og gaman af námsefninu í þessu áfanga auk þess sem maður er alltaf að læra nýja hluti þegar maður fæst við breytilega áfanga í náminu hjá Kennaraháskóla Ísland.

Ég er búinn að vinna fjögur verkefni og þau eru:

Greinin sem ég kenni

 • Hver er afstaða mín til greinarinnar sem ég kenni?

 • Hvers vegna valdi ég þetta fag?

 • Er það mikilvægt sem kennslugrein?

 • Til hvers kenni ég þessa grein?

 • Að hverju stefni ég?

 • Hvað segir námsskráin um greinina?

 • Er ég sammála áherslum námskrár?

Viðhorf mín til náms og til nemenda

 • Hver eru viðhorf mín til nemenda?

 • Hvernig augum lít ég þá?

 • Hvernig hugsa ég um fólk sem námsmenn?

 • Hvað merkir í mínum huga að læra eitthvað vel, til dæmis hluti sem tengjast mínu fagi?

Kennsla og kennsluhættir

 • Hvað er góð kennsla í mínum huga?

 • Hvað merkir fyrir mér að kenna vel?

 • Hvað merkir fyrir mér að kenna mín námsgrein vel?

Námsmat

 • Hver eru viðhorf mín gagnvart námsmati?

 • Til hvers er námsmat?

 • Hvernig vill ég haga námsmati þegar ég kenni mína grein?

 • Hvað vill ég leggja áherslu á?

Hver er afstaða mín til greinarinnar sem ég kenni?

Afstaða mín til skipstjórnar er sú að ég elska þessa grein. Mér þykir alveg afskaplega vænt um allt sem snýr að skipstjórn og siglingum skipa. Ég er ekki maður sem fékk allt í einu áhuga á að fara að kenna skipstjórn heldur hef ég haft áhuga á skipum og útgerð alveg frá því að ég man fyrst eftir mér.

Hvers vegna valdi ég þetta fag?

Ástæðan fyrir því að ákvað að verða kennari er sú að ég var beðin af fyrrverandi kennara skólans að leysa sig af á meðan hann ætti í veikindum sínum. Þessi veikindi drógu vin minn til dauða og þá var ég ráðin í framhaldi af því. Raunverulega ætlaði ég kannski aldrei að verða kennari en þegar ég fór að leysa af sem kennari sá ég fljótlega að starfið ætti mjög vel við mig auk þess sem mér þykir mjög gaman að sjá árangur af starfi mínu sem kennari.

Er fagið mikilvægt sem kennslugrein?

Fögin sem ég er að kenna eru mjög mikilvæg í námi til skipsstjórnar. Ég er að kenna siglingarfæði, stöðugleika skipa, siglingareglur, verklega sjóvinnu, aflameðferð og veiðitækni.

Hvers vegna er þetta fag mikilvægt sem kennslugrein?

Það er mjög mikilvægt menntun íslenskara sjómanna sé góð. Útgerð á Íslandi hefur lengi verið grundvöllur velferðar og efnahags á Íslandi. Án sjávarútvegs og útgerðar væru íslendingar ekki í þeim sporum sem þeir eru í dag. Þó að íslensk útgerðarfyrirtæki hafi á undanförnum árum verið að skrá skip sín erlendis og þó að þau hafi verið að ráða erlendar áhafnir þá..

Siglingafræði

Í kennslu í siglingafræði er mikilvægt að nemendur læri alla námsþætti mjög vel. Nemendur verða að tileinka sér öguð og vönduð vinnubrögð. Nemendur verða að vera góðir siglingafræðingar þegar þeir fara að takast á við störf sín sem stýrimenn eða skipstjórar og þess vegna er það gríðalega mikilvægt að þeir fái góða og vandaða kennslu í þessum fræðum.

Stöðugleiki skipa

Í kennslu í stöðugleika skipa byggist námið á því að kenna nemendum að lesta skip með öruggum hætti. Nemendur eiga að kunna að lesta skip og vera kunnugt um allar þær reglur sem snúa að alþjóðlegum reglum um öryggi skipa á heimshöfunum.

Siglingareglur

Það á enginn að sigla skipi sem ekki hefur þekkingu á siglingareglunum. Þegar ég er að kenna nemendum siglingareglur þá beiti ég mikið að myndrænu kennsluefni auk þess sem ég læt nemendur læra alþjóðlegu siglingareglurnar utanbókar.

Til hvers kenni ég þessa grein?

Ég kenni þessa grein vegna þess að ég hef mjög mikin áhuga á öllu sem snýr að skipstjórn auk þess sem ég er með alla þá menntun sem hægt er að ná sér í skipstjórn þ.e. sem skipherra á varðskipum.

Að hverju stefni ég?

Ég stefni að því að gera skipstjórnarnám að betra námi en það er í dag. Ég er alltaf að gera skemmtileg og góð kennslugögn sem gera námið áhugaverðara fyrir þá sem það velja. Ég legg mig allan fram í því að gera kennsluna skemmtilega og áhugaverða. Skipstjórnarnám á ekki að vera minna nám en t.d. að læra að verða flugmaður. Mikil ábyrgð hvílir á starfandi skipstjórnarmönnum og geri ég miklar kröfur til nemenda um að þeir stundi nám sitt að áhuga og dugnaði.

Hvað segir námsskráin um greinina?

Námið veitir að uppfylltum skilyrðum um starfsþjálfun, siglingatíma, aldur og heilbrigði atvinnuréttindi til starfa um borð í skipum. Námskrá þessi gerir einnig ráð fyrir því að nemendur öðlist jafnframt viðeigandi menntun og þjálfun til að sinna rekstri og stjórn útgerðar í landi.

Til þess að öðlast réttindi til starfa á farþega- og flutningaskipum þarf umsækjandi að hafa lokið

viðurkenndu námi sem fullnægir ákvæðum Alþjóðasamþykktarinnar um menntun og þjálfun,

skírteini og vaktstöðu, svonefndrar STCW samþykktar.

Sú alþjóðasamþykkt tilgreinir þá menntun sem krafist er til þess að fá að gegna eftirtöldum stöðum:

STCW III/1: 2. stýrimaður. Veitir réttindi til að gegna stöðu 2. stýrimanns á hvaða skipi sem er, án takmarkana að því er varðar gerð og stærð skipa, að uppfylltum öðrum skilyrðum samþykktarinnar.

STCW III/2: Skipstjóri og yfirstýrimaður. Veitir réttindi til að gegna stöðu skipstjóra og

yfirstýrimanns á hvaða skipi sem er, án takmarkana að því er varðar gerð og stærð skipa, að uppfylltum öðrum skilyrðum samþykktarinnar.

STCW III/3: Skipstjóri og stýrimaður. Veitir réttindi til að gegna stöðu skipstjóra.

Er ég sammála áherslum námskrár?

Námskráinn sem ég er að vinna eftir er mjög góð enda eru stafsmenn Fjöltækniskóla íslands með í að setja þau markmið sem nemandinn á að kunn skil á þegar námskráin er samin.

Hver eru viðhorf mín til nemenda?

Ég á alveg afskaplega gott með að umgangast mína nemendur. Ég er svo heppinn að nemendur bera virðingu fyrir mér og sjálfsagt uppsker ég það því að ég starfa þannig að nemendur verða að fara eftir þeim reglum sem ég set þeim en samt sem áður er ég hlýlegur og góður við alla nemendur. Ég var sjálfur svo heppin að hafa kennara sem fékk mann til að hlíta þeim reglum sem kennarinn setti en samt sem áður var sá kennari tillitsamur, hlýlegur og afar góður kennari. Ég gerði þennan fyrverandi kenna minn að minni fyrirmynd en því miður er þessi góði maður látinn núna.

Hvernig augum lít ég þá (nemendur)?

Ég reyni að líta alla nemendur sömu augum og passa mig á því að gera ekki á milli þeirra. Kennarinn má bara alls ekki mismuna nemendum á neinn hátt. Ef nemandinn finnur eða grunar að kennarinn er að mismuna nemendum sínum þá missir hann allt álit á honum og þar með hættir hann að bera virðingu fyrir kennaranum sínum. Það er mjög mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem ætla að gera kennarastarfið að starfi sínu að taka starfið alvarlega og sinna starfinu sínu að trúmennsku og virðingu. Auðvita geta nemendur verið mjög mismunadi. Alveg frá því að vera með mismunandi skapgerð og hvernig þeir eru mótaðir af uppeldi sínu. Þegar ég ákvað að starfa sem kennari þá ákvað ég líka að taka starfið alvarlega og láta ekki neitt fara í taugarnar á mér heldur að sýna mínu bestu hliðar alla daga ársins.

Hvernig hugsa ég um fólk sem námsmenn?

Ég hugsa um mína nemendur þannig að þeir þurfi hlýju og ástúð. Oft fá nemendur námsleiða, sérstaklega þegar þeir eru búnir að vera lengi í skólanum og þá þurfa þeir sérstaka hvatningu frá öllum í kringum sig og þá sérstaklega frá fjölskyldunni sinni og kennurunum sínum. Námsmenn geta verið á öllum aldri og geta því verið með ólíkar skoðanir á því hvað er að vera í skóla. Ég einbeiti mér að því að bera virðingu fyrir öllum lifandi verum þannig að ég sé uppbyggjandi fyrir viðkomandi á allan hátt.

Hvað merkir í mínum huga að læra eitthvað vel, t.d. hluti sem tengjast mínu fagi?

Ég myndi segja að ég sé frekar ákveðinn kennari en samt sem áður þá er ég bara þannig gerður að ég er alltaf í góðu skapi og ég slæ oft á létta strengi við nemendur. Nemendur sem eru ekki í þvinguðu andrúmslofti eiga líklega betra með að læra en nemendum sem finnst ekki skemmtilegt í skólanum. Eins og ég segi þá eiga nemendur betra með að læra í léttu umhverfi og ég tel að það skapi grunn að því að nemendur læri allt námsefni vel. Ég tel að kennarinn  megi ekki hleypa nemendum of nálægt sér því að það kann ekki góðri lukku að stýra ef kennari og nemendur bindist of miklum samböndum á meðan að nemandinn er í skóanum og þarf þess vegana að koma fram við kennarann sem kennara en ekki persónulegan vin.

Hvað er góð kennsla í mínum huga?

Góð kennsla er í mínum huga þegar kennarinn er að ná að kenna öllum nemendum ákveðið námsefni. Kennarinn verður að passa sig á því að taka eitt skref í einu og þannig að byggja upp þekkingu hjá öllum nemendum. Kennarinn getur verið með myndræna kennslu á tjaldi eða á kennaratöflu þar sem hann beitir myndrænni framsetningu og ekki skemmir fyrir ef kennarinn er með búnað (t.d. Smartboard) til þess að teikna inn á rafræn kennslugögn. Ég er t.d. að kenna áfanga í siglingafræði en þar tel ég að góð kennsla sé náttúrulega að ég kunni fræðin 100% auk þess sem framsetningin á kennslunni sé myndrænog vel fram sett. Ég beiti þeirri kennsluaðferð mikið og uppsker frábæran námsárangur hjá nemendunum mínum fyrir vikið.

Ég tel að góð kennsla snúist um svo margt. Kennarinn verður að fylgjast með mörgum atriðum sem snúa kannski ekki beint að kennslunni en hafa sannalega mikil áhrif á hvernig kennslan tekst til.

Ég ætla að telja hérna upp nokkur atriði sem ég tel að sé lykillinn að góðum árangri í öllu námi sama hvort það sé bóklegt eða verklegt.

Nemendum verður að líða vel í kennslustofunni,

nemendur verða að sitja í þægilegum stólum og borðið verður að vera í réttri stærð sem hentar því námi sem fram fer í þessari kennslustofu,

Nemendum verður að finnast þeir vera á heimavelli,

Nemendum verður að finnast þeir tilheyra hópnum,

Nemendum verða að treysta kennaranum og nemendurnir verða að getað leitað til hans með hvað sem er,

Nemendur verða að upplifa kennsluna sem tilgang til einhvers meira sem kemur seinna í náminu og þegar það er komið út í atvinnulífið,

Nemendur verða að upplifa samstarfið við kennarann á mjög jákvæðan hátt,

Nemendur verða að skynja góðan anda í bekknum,

Nemendur verða að skynja að hver og einn nemandi sé sérstakur og að hann skipti miklu máli fyrir skólann og kennarann.

Ef ég ætlaði t.d. að lýsa fyrir þér hvernig breiddar- og lengdarskali er í sjókorti þá er miklu betra að sýna nemendum þetta á myndrænan hátt heldur að reyna að segja nemendum hvernig breiddar- og lengdarskali eru.

Hérna er ég að beita myndrænni kennslu. Ég hef mikla trú á þessi kennsluaðferð og er viss um að vita að þetta skapi meiri skilning og tilfinningu fyrir námsefninu hjá nemendum.

Kennarinn getur svo talað út frá svona sýnikennslu. T.d. að breiddarbaugarnir liggja lárétt en lengdarbaugarnir liggja lóðrétt. En aftur á móti þá liggur breiddarskalinn lóðrétt í sjókortinu en lengdarskalinn liggur lárétt í sjókortinu.

Takið eftir að þetta sjókort byrjar í breiddinni 63°39’00’’N og endar í lengdinni 022°59’00’’W.

Tölurnar sjálfar í sjókortinu eru til að tilgreina dýpið á hverjum stað.

Hvað merkir fyrir mér að kenna vel?

Kennarinn má ekki fara of hratt yfir námsefnið. Hann verður að sýna nemendum t.d. með teikningum á kennaratöflunni, útskýra fyrir nemendum hver tilgangurinn með því að læra hvert námsefni og tengir á milli atriða eitthvað sem nemandinn er nú þegar búinn að læra. Láta nemendur leysa verkefni í tímum strax á eftir að kennarinn hefur lokið sýnikennslu á kennaratöflunni. Síðan á kennarinn að ganga á milli nemenda og aðstoða þá eftir þörfum hvers og eins.

Ég nefndi í spurningu 1 að ég hef mikla trú á myndrænni sýnikennslu. Einnig tel ég það skipta miklu máli fyrir nemendur að hafa passlega mikil verkefni að vinna til að tryggja að þeir séu að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem kennarinn leggur mikla áherslu á.

Eftir að ég er búinn að útskýra fyrir nemendum hvað breiddar- og lengdarbaugar eru, hvernig við mælum stefnur í sjókortum og hvernig við mælum vegalengdir í sjókortum og hvað er hvað í sjókorti þá væri góður leikur hjá kennaranum að láta nemendur vinna smá verkefni til að tryggja að námsefnið sitji eftir í nemandanum.

Nemendur gætu t.d. fengið verkefni frá kennaranum í að svara spurningum um sjókort.

 • Hvernig liggja breiddar- og lengdarbaugar í sjókortum?

 • Hvernig mælum við stefnur í sjókortum?

 • Hvernig mælum við vegalengdir í sjókortum?

 • Hvað er breiddar- og lengdarmunur?

Hvað merkir fyrir mér að kenna mína grein vel?

Það skiptir mig miklu máli að nemendur séu að læra námsefnið vel hjá mér. Það að vera t.d. að kenna fög eins og siglingafræði, stöðugleika skipa og siglingareglur er mikill ábyrgðarhluti. Kennarinn verður að vera hæfur í sinni sérgrein og að hann komi fræðunum vel frá sér þannig að nemandinn eigi gott með að læra hjá honum.

Ég kenni mínar greinar eins vel og ég get og ég legg allan minn metnað í að vera góður kennari. Ég legg mikla vinnu í að gera kennuefni, leiðbeiningar og verkefni. Það að vera kennarið í litlu og fámennu landi eins og Íslandi hefur þann galla að lítið er gefið út af bókum á íslensku fyrir tiltölulega fámenna skóla. Eins og í skipstjórn þá erum við með um 100 nemendur í námi og verður kennarinn að vera duglegur við að þýða og smíða nýtt kennsluefni svo að nemendur séu ekki í vanda með að skilja námsefnið.

Eins og ég nefndi hér að framan þá skiptir miklu að kennarinn beiti myndrænni kennslu til að nemendur eigi betur með að tengja alla lausu þættina í eina heild.

Hvernig eigum við að kenna nemendu á kompás í texta? Það er ómögulegt að kenna nemendum á kompás í gegnum texta. Betra er að beita myndum og að sjálfsögðu á kennarinn að vera með kompás í kennslustofunni hjá sér.

Hérna sjáið þið eina kompásrós sem ég skannaði til að kenna nemendum á kompásrósina.

Hver eru viðhorf mín gagnvart námsmati?

Mín eigin viðhorf hafa mikið að segja í námsmati mínu á mínum nemendum. Sem dæmi má nefna að þannig geta tveir einstaklingar lagt ólíkt mat á sama verkefnið hjá sama nemandanum. Einnig má nefna að sumir kennarar láta „blekkja“ sig með einhverju „skrauti” sem nemandinn reynir að „blekkja“ kennarann í stað þess að vanda verkefnið og einbeita sér að því sem hann á að vera að fjalla um hverju sinni verkefninu. Það er mjög mikilvægt að kennarar beiti réttlátu og námsmati sem veldur ekki misskilningi hjá nemendum. Nemandi sem er ekki að standa sig vel náminu á ekki að fá námsmat sem nemandinn túlkar þannig að það sé allt á réttu róli hjá honum. Þessi nemandi verður að fá umsögn um að hann verði að taka sig á og að þetta sé ekki í lagi hjá honum. Gæta verður að því að fara varlega að nemandanum og passi sig á að beita uppbyggilegri gagnrýni en ekki niðurbroti. Einnig verður að sinna þeim nemendum sem eru að standa sig vel í náminu. Þessi nemendur verða að fá hrós og umsögn þannig að þeir viti að þeir séu á réttri braut.

Skrifleg próf:

Mat mitt á skriflegum prófum er að ég tel þau fína aðferð til að meta getu nemenda á tilteknu sviði. Textaspurningar geta verið ágæt leið til að meta námsgetu nemenda á tilteknu sviði. Þessi tegund prófa kannar það hvort að nemandin hafi hreinlega lesið námsefnið og verið að fylgjast með í kennslustundum eða fyrirlestrum.

Krossapróf:

Álit mitt á krossaprófum er ekki mikið. Þetta eru t.d. leiðinlegustu, snúnustu og erfiðustu próf sem ég fer í sjálfur og þess vegna hef ég bitið það í mig að þessi tegund prófa sé ekki nógu góð til þess að meta árangur nemenda. Ég tel að krossapróf gefi ekki rétta mynd af stöðu nemenda í námi vegna þess að það er hægt að vera bæði „heppinn“ og „óheppinn“ í krossaprófum burtséð frá því hvað þau getað ruglað nemendur í rýminu í prófinu sjálfu og fengið nemandann jafnvel til að skipta út réttu svari út fyrir rangt svar.

Verkleg próf:

Ég er að kenna  verklega áfanga í netagerð og sjóvinnu en þessi fög eru inn í skipstjórarnáminu sem ég er að kenna. Nemendur sem eru búnir að vera duglegir á önninni hafa mjög gaman af því að sýna í prófi hvað þeir eru orðnir lagnir við þá þætti sem prófað er úr. Eini gallinn, að mínu mati, í verklegum prófum er sá að nemendur eiga það til að verða stressaðir í prófi þegar kennarinn er að meta lagni og vinnubrögð þeirra.

Til hvers er námsmat?

Námsmatið er náttúrulega til þess að leggja mat á nám einstaklingsins, veita nemandanum vitneskju um hvar hann stendur í faginu og að nemandinn vinni sér inn fyrir einkunn þar sem hann uppsker eftir framtaksemi, útsjónasemi og dugnaði á því tímabili sem námið fer fram.

Hvernig vil ég haga námsmati þegar ég kenni mína grein?

Í minni kennslu beiti ég mörgum tegundum af námsmati. Ég læt nemendur vinna dæmasafn, á önninni, heimadæmi, aukadæmi, skilaverkefnum og síðast en ekki síðst þá er ég með 3 hlutapróf á hverri önn þar sem nemendum bíðst að ljúka áfanganum í símati þ.a.s. þeir þurfa ekki að mæta í lokapróf ef þeir eru á tánnum alla önnina ( það sést í seinna verkinu það sem gert er í því fyrra).

Hvað vil ég leggja áherslu á?

Ég vill leggja mikla áherslu á að nemendur hafi annað val heldur en að sjá einhvern punkt sem er í 4 mánaða fjarlægð og heitir lokapróf. Ég tel það mjög mikilvægt fyrir nemendur, kennara, skólayfirvöld, samfélagið og nemendurna sjálfa að þeir séu að hugsa stöðugt um námið alla önnina.

Heimildir

Thomas Armstrong (2000). Multiple Intellingences in the classroom – 2nd Edition.

Ingvar Sigurgeirsson (1999). Að mörgu er að hyggja – handbók um undirbúning kennslu.

Ingvar Sigurgeirsson (1999). Litróf kennsluaðferðanna – handbók fyrir kennara og kennaraefni.

Guðrún Kristinsdóttir (1998). Ótroðnar slóðir – leiðbeiningar um þróunarstarf.

Rannsóknarstofnun kennaraháskóla Íslands 1998.

Benidikt Sigurðsson (2005). Skólar og skólaþróun.Reidar Myhre (1996). Stefna og straumar í uppeldissögu (Bjarni Bjarnason þýddi). Rannsóknarstofnun kennaraháskóla Íslands 2001.Rúnar Sigurþórsson, Börkur hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannesson, Rósa Eggertsdóttir og Mel West (2005). Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda 2005.Rannsóknarstofnun kennaraháskóla Íslands 2005. 

Með bestu kveðju;

Kjartan Örn

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: