STARFSKENNING MÍN

Kjartan Örn Kjartansson

Verkefni 3

Hvað er góð kennsla í mínum huga?

Góð kennsla er í mínum huga þegar kennarinn er að ná að kenna öllum nemendum ákveðið námsefni. Kennarinn verður að passa sig á því að taka eitt skref í einu og þannig að byggja upp þekkingu hjá öllum nemendum. Kennarinn getur verið með myndræna kennslu á tjaldi eða á kennaratöflu þar sem hann beitir myndrænni framsetningu og ekki skemmir fyrir ef kennarinn er með búnað (t.d. Smartboard) til þess að teikna inn á rafræn kennslugögn. Ég er t.d. að kenna áfanga í siglingafræði en þar tel ég að góð kennsla sé náttúrulega að ég kunni fræðin 100% auk þess sem framsetningin á kennslunni sé myndrænog vel fram sett. Ég beiti þeirri kennsluaðferð mikið og uppsker frábæran námsárangur hjá nemendunum mínum fyrir vikið. Ég tel að góð kennsla snúist um svo margt. Kennarinn verður að fylgjast með mörgum atriðum sem snúa kannski ekki beint að kennslunni en hafa sannalega mikil áhrif á hvernig kennslan tekst til.

Ég ætla að telja hérna upp nokkur atriði sem ég tel að sé lykillinn að góðum árangri í öllu námi sama hvort það sé bóklegt eða verklegt.

Nemendum verður að líða vel í kennslustofunni,nemendur verða að sitja í þægilegum stólum og borðið verður að vera í réttri stærð sem hentar því námi sem fram fer í þessari kennslustofu,Nemendum verður að finnast þeir vera á heimavelli,Nemendum verður að finnast þeir tilheyra hópnum,Nemendum verða að treysta kennaranum og nemendurnir verða að getað leitað til hans með hvað sem er,Nemendur verða að upplifa kennsluna sem tilgang til einhvers meira sem kemur seinna í náminu og þegar það er komið út í atvinnulífið,Nemendur verða að upplifa samstarfið við kennarann á mjög jákvæðan hátt,Nemendur verða að skynja góðan anda í bekknum,Nemendur verða að skynja að hver og einn nemandi sé sérstakur og að hann skipti miklu máli fyrir skólann og kennarann.   Ef ég ætlaði t.d. að lýsa fyrir þér hvernig breiddar- og lengdarskali er í sjókorti þá er miklu betra að sýna nemendum þetta á myndrænan hátt heldur að reyna að segja nemendum hvernig breiddar- og lengdarskali eru. Hérna er ég að beita myndrænni kennslu. Ég hef mikla trú á þessi kennsluaðferð og er viss um að vita að þetta skapi meiri skilning og tilfinningu fyrir námsefninu hjá nemendum. Kennarinn getur svo talað út frá svona sýnikennslu. T.d. að breiddarbaugarnir liggja lárétt en lengdarbaugarnir liggja lóðrétt. En aftur á móti þá liggur breiddarskalinn lóðrétt í sjókortinu en lengdarskalinn liggur lárétt í sjókortinu. Takið eftir að þetta sjókort byrjar í breiddinni 63°39’00’’N og endar í lengdinni 022°59’00’’W.Tölurnar sjálfar í sjókortinu eru til að tilgreina dýpið á hverjum stað.    

Hvað merkir fyrir mér að kenna vel?

Kennarinn má ekki fara of hratt yfir námsefnið. Hann verður að sýna nemendum t.d. með teikningum á kennaratöflunni, útskýra fyrir nemendum hver tilgangurinn með því að læra hvert námsefni og tengir á milli atriða eitthvað sem nemandinn er nú þegar búinn að læra. Láta nemendur leysa verkefni í tímum strax á eftir að kennarinn hefur lokið sýnikennslu á kennaratöflunni. Síðan á kennarinn að ganga á milli nemenda og aðstoða þá eftir þörfum hvers og eins.Ég nefndi í spurningu 1 að ég hef mikla trú á myndrænni sýnikennslu. Einnig tel ég það skipta miklu máli fyrir nemendur að hafa passlega mikil verkefni að vinna til að tryggja að þeir séu að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem kennarinn leggur mikla áherslu á.  Eftir að ég er búinn að útskýra fyrir nemendum hvað breiddar- og lengdarbaugar eru, hvernig við mælum stefnur í sjókortum og hvernig við mælum vegalengdir í sjókortum og hvað er hvað í sjókorti þá væri góður leikur hjá kennaranum að láta nemendur vinna smá verkefni til að tryggja að námsefnið sitji eftir í nemandanum. 

Nemendur gætu t.d. fengið verkefni frá kennaranum í að svara spurningum um sjókort.

Hvernig liggja breiddar- og lengdarbaugar í sjókortum?

Hvernig mælum við stefnur í sjókortum?

Hvernig mælum við vegalengdir í sjókortum?

Hvað er breiddar- og lengdarmunur? 

Hvað merkir fyrir mér að kenna mína grein vel?

Það skiptir mig miklu máli að nemendur séu að læra námsefnið vel hjá mér. Það að vera t.d. að kenna fög eins og siglingafræði, stöðugleika skipa og siglingareglur er mikill ábyrgðarhluti. Kennarinn verður að vera hæfur í sinni sérgrein og að hann komi fræðunum vel frá sér þannig að nemandinn eigi gott með að læra hjá honum.

Ég kenni mínar greinar eins vel og ég get og ég legg allan minn metnað í að vera góður kennari. Ég legg mikla vinnu í að gera kennuefni, leiðbeiningar og verkefni. Það að vera kennarið í litlu og fámennu landi eins og Íslandi hefur þann galla að lítið er gefið út af bókum á íslensku fyrir tiltölulega fámenna skóla. Eins og í skipstjórn þá erum við með um 100 nemendur í námi og verður kennarinn að vera duglegur við að þýða og smíða nýtt kennsluefni svo að nemendur séu ekki í vanda með að skilja námsefnið.

Eins og ég nefndi hér að framan þá skiptir miklu að kennarinn beiti myndrænni kennslu til að nemendur eigi betur með að tengja alla lausu þættina í eina heild.

Hvernig eigum við að kenna nemendu á kompás í texta? Það er ómögulegt að kenna nemendum á kompás í gegnum texta. Betra er að beita myndum og að sjálfsögðu á kennarinn að vera með kompás í kennslustofunni hjá sér.

Hérna sjáið þið eina kompásrós sem ég skannaði til að kenna nemendum á kompásrósina.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: