STARFSKENNING MÍN

Kjartan Örn Kjartansson

Verkefni 2

Inngangur

Í þessu verkefni ætla ég að skoða sjálfan mig. Hvenig hug ber ég til nemenda og er eitthvað sem ég ætti að endurskoða í mínu fari. Ég ætla að svara hverri spurningu í hnitmiðuðu máli þannig að hver sem er ætti að eiga gott með að skilja mig meiningu mína. 

Hver eru viðhorf mín til nemenda?

Ég á alveg afskaplega gott með að umgangast mína nemendur. Ég er svo heppinn að nemendur bera virðingu fyrir mér og sjálfsagt uppsker ég það því að ég starfa þannig að nemendur verða að fara eftir þeim reglum sem ég set þeim en samt sem áður er ég hlýlegur og góður við alla nemendur. Ég var sjálfur svo heppin að hafa kennara sem fékk mann til að hlíta þeim reglum sem kennarinn setti en samt sem áður var sá kennari tillitsamur, hlýlegur og afar góður kennari. Ég gerði þennan fyrverandi kenna minn að minni fyrirmynd en því miður er þessi góði maður látinn núna. 

Hvernig augum lít ég þá (nemendur)?

Ég reyni að líta alla nemendur sömu augum og passa mig á því að gera ekki á milli þeirra. Kennarinn má bara alls ekki mismuna nemendum á neinn hátt. Ef nemandinn finnur eða grunar að kennarinn er að mismuna nemendum sínum þá missir hann allt álit á honum og þar með hættir hann að bera virðingu fyrir kennaranum sínum. Það er mjög mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem ætla að gera kennarastarfið að starfi sínu að taka starfið alvarlega og sinna starfinu sínu að trúmennsku og virðingu. Auðvita geta nemendur verið mjög mismunadi. Alveg frá því að vera með mismunandi skapgerð og hvernig þeir eru mótaðir af uppeldi sínu. Þegar ég ákvað að starfa sem kennari þá ákvað ég líka að taka starfið alvarlega og láta ekki neitt fara í taugarnar á mér heldur að sýna mínu bestu hliðar alla daga ársins. 

Hvernig hugsa ég um fólk sem námsmenn?

Ég hugsa um mína nemendur þannig að þeir þurfi hlýju og ástúð. Oft fá nemendur námsleiða, sérstaklega þegar þeir eru búnir að vera lengi í skólanum og þá þurfa þeir sérstaka hvatningu frá öllum í kringum sig og þá sérstaklega frá fjölskyldunni sinni og kennurunum sínum. Námsmenn geta verið á öllum aldri og geta því verið með ólíkar skoðanir á því hvað er að vera í skóla. Ég einbeiti mér að því að bera virðingu fyrir öllum lifandi verum þannig að ég sé uppbyggjandi fyrir viðkomandi á allan hátt. 

Hvað merkir í mínum huga að læra eitthvað vel, til dæmis hluti sem tengjast mínu fagi?

Ég myndi segja að ég sé frekar ákveðinn kennari en samt sem áður þá er ég bara þannig gerður að ég er alltaf í góðu skapi og ég slæ oft á létta strengi við nemendur. Nemendur sem eru ekki í þvinguðu andrúmslofti eiga líklega betra með að læra en nemendum sem finnst ekki skemmtilegt í skólanum. Eins og ég segi þá eiga nemendur betra með að læra í léttu umhverfi og ég tel að það skapi grunn að því að nemendur læri allt námsefni vel. Ég tel að kennarinn  megi ekki hleypa nemendum of nálægt sér því að það kann ekki góðri lukku að stýra ef kennari og nemendur bindist of miklum samböndum á meðan að nemandinn er í skóanum og þarf þess vegana að koma fram við kennarann sem kennara en ekki persónulegan vin.  

Með bestu kveðju; Kjartan Örn

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: