STARFSKENNING MÍN

Kjartan Örn Kjartansson

Verkefni 4

Námsmat

Inngangur

Í þessu verkefni ætla ég að skrifa frá eigin brjósti í stað þess að endurskrifa eitthvað upp eftir öðrum. Ég ætla að leggja fram mitt eigin álit á ýmsum þáttum sem snúa að námsmati hjá kennurum. Það er að mörgu að hyggja í námsmati og það er tiltölulega einfallt fyrir kennara að falla ofan í gildrur sem leynast víða í starfi sem kennarar þurfa að sinna. Kennarinn þarf að vera vinur, félagi, dómari og stundum þarf hann að taka ákvarðarnir sem eru ekki vinsælar hjá einstökum nemendum sem eiga í hlut. Ég segi stundum að starf kennara sé ekki vinsældarkosning heldur blákaldur raunveruleikinn. En sem betur fer eru nemendur ekki vitlausir,  nemendur vilja hafa kennara sem hefur stjórn á öllum þeim áttum sem kennarinn þarf að taka á hverju sinni. 

Hver eru viðhorf mín gagnvart námsmati?

Í þessu Mín eigin viðhorf hafa mikið að segja í námsmati mínu á mínum nemendum. Sem dæmi má nefna að þannig geta tveir einstaklingar lagt ólíkt mat á sama verkefnið hjá sama nemandanum. Einnig má nefna að sumir kennarar láta „blekkja“ sig með einhverju „skrauti” sem nemandinn reynir að „blekkja“ kennarann í stað þess að vanda verkefnið og einbeita sér að því sem hann á að vera að fjalla um hverju sinni verkefninu. Það er mjög mikilvægt að kennarar beiti réttlátu og námsmati sem veldur ekki misskilningi hjá nemendum. Nemandi sem er ekki að standa sig vel náminu á ekki að fá námsmat sem nemandinn túlkar þannig að það sé allt á réttu róli hjá honum. Þessi nemandi verður að fá umsögn um að hann verði að taka sig á og að þetta sé ekki í lagi hjá honum. Gæta verður að því að fara varlega að nemandanum og passi sig á að beita uppbyggilegri gagnrýni en ekki niðurbroti. Einnig verður að sinna þeim nemendum sem eru að standa sig vel í náminu. Þessi nemendur verða að fá hrós og umsögn þannig að þeir viti að þeir séu á réttri braut.

Skrifleg próf:

Mat mitt á skriflegum prófum er að ég tel þau fína aðferð til að meta getu nemenda á tilteknu sviði. Textaspurningar geta verið ágæt leið til að meta námsgetu nemenda á tilteknu sviði. Þessi tegund prófa kannar það hvort að nemandin hafi hreinlega lesið námsefnið og verið að fylgjast með í kennslustundum eða fyrirlestrum.

Krossapróf:

Álit mitt á krossaprófum er ekki mikið. Þetta eru t.d. leiðinlegustu, snúnustu og erfiðustu próf sem ég fer í sjálfur og þess vegna hef ég bitið það í mig að þessi tegund prófa sé ekki nógu góð til þess að meta árangur nemenda. Ég tel að krossapróf gefi ekki rétta mynd af stöðu nemenda í námi vegna þess að það er hægt að vera bæði „heppinn“ og „óheppinn“ í krossaprófum burtséð frá því hvað þau getað ruglað nemendur í rýminu í prófinu sjálfu og fengið nemandann jafnvel til að skipta út réttu svari út fyrir rangt svar.

Verkleg próf:

Ég er að kenna  verklega áfanga í netagerð og sjóvinnu en þessi fög eru inn í skipstjórarnáminu sem ég er að kenna. Nemendur sem eru búnir að vera duglegir á önninni hafa mjög gaman af því að sýna í prófi hvað þeir eru orðnir lagnir við þá þætti sem prófað er úr. Eini gallinn, að mínu mati, í verklegum prófum er sá að nemendur eiga það til að verða stressaðir í prófi þegar kennarinn er að meta lagni og vinnubrögð þeirra.

Til hvers er námsmat?

Námsmatið er náttúrulega til þess að leggja mat á nám einstaklingsins, veita nemandanum vitneskju um hvar hann stendur í faginu og að nemandinn vinni sér inn fyrir einkunn þar sem hann uppsker eftir framtaksemi, útsjónasemi og dugnaði á því tímabili sem námið fer fram.

Hvernig vil ég haga námsmati þegar ég kenni mína grein?

Í minni kennslu beiti ég mörgum tegundum af námsmati. Ég læt nemendur vinna dæmasafn, á önninni, heimadæmi, aukadæmi, skilaverkefnum og síðast en ekki síðst þá er ég með 3 hlutapróf á hverri önn þar sem nemendum bíðst að ljúka áfanganum í símati þ.a.s. þeir þurfa ekki að mæta í lokapróf ef þeir eru á tánnum alla önnina ( það sést í seinna verkinu það sem gert er í því fyrra).

Hvað vil ég leggja áherslu á?

Ég vill leggja mikla áherslu á að nemendur hafi annað val heldur en að sjá einhvern punkt sem er í 4 mánaða fjarlægð og heitir lokapróf. Ég tel það mjög mikilvægt fyrir nemendur, kennara, skólayfirvöld, samfélagið og nemendurna sjálfa að þeir séu að hugsa stöðugt um námið alla önnina.

Með bestu kveðju;Kjartan Örn 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: