STARFSKENNING MÍN

Kjartan Örn Kjartansson

Verkefni 1

Greinin sem ég kenni

Hver er ég?

Ég er að kenna skipstjórn hjá Fjöltækniskóla Íslands og líkar það ákaflega vel. Ég fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík árið 1998 og var í honum til ársins 2001. Strax eftir að ég útskrifaðist frá skólanum lá leiðin beint á sjóinn. Ég fór strax sem skipstjóri á Tjald SH- 270. Ég er alinn upp við sjómennsku en faðir minn er búinn að vera trillukarl allann sinn starfsaldur. Það má segja að maður sé með sjómennsku í blóðinu. Það kom aldrei neitt annað til greina en að verða sjómaður og seinna skipstjóri.

Hver er afstaða mín til greinarinnar sem ég kenni?

Afstaða mín til skipstjórnar er sú að ég elska þessa grein. Mér þykir alveg afskaplega vænt um allt sem snýr að skipstjórn og siglingum skipa. Ég er ekki maður sem fékk allt í einu áhuga á að fara að kenna skipstjórn heldur hef ég haft áhuga á skipum og útgerð alveg frá því að ég man fyrst eftir mér.

Hvers vegna valdi ég þetta fag?

Ástæðan fyrir því að ákvað að verða kennari er sú að ég var beðin af fyrrverandi kennara skólans að leysa sig af á meðan hann ætti í veikindum sínum. Þessi veikindi drógu vin minn til dauða og þá var ég ráðin í framhaldi af því. Raunverulega ætlaði ég kannski aldrei að verða kennari en þegar ég fór að leysa af sem kennari sá ég fljótlega að starfið ætti mjög vel við mig auk þess sem mér þykir mjög gaman að sjá árangur af starfi mínu sem kennari.

Er fagið mikilvægt sem kennslugrein?

Fögin sem ég er að kenna eru mjög mikilvæg í námi til skipsstjórnar. Ég er að kenna siglingarfæði, stöðugleika skipa, siglingareglur, verklega sjóvinnu, aflameðferð og veiðitækni.

Hvers vegna er þetta fag mikilvægt sem kennslugrein?

Það er mjög mikilvægt menntun íslenskara sjómanna sé góð. Útgerð á Íslandi hefur lengi verið grundvöllur velferðar og efnahags á Íslandi. Án sjávarútvegs og útgerðar væru íslendingar ekki í þeim sporum sem þeir eru í dag. Þó að íslensk útgerðarfyrirtæki hafi á undanförnum árum verið að skrá skip sín erlendis og þó að þau hafi verið að ráða erlendar áhafnir þá.

Siglingafræði

Í kennslu í siglingafræði er mikilvægt að nemendur læri alla námsþætti mjög vel. Nemendur verða að tileinka sér öguð og vönduð vinnubrögð. Nemendur verða að vera góðir siglingafræðingar þegar þeir fara að takast á við störf sín sem stýrimenn eða skipstjórar og þess vegna er það gríðalega mikilvægt að þeir fái góða og vandaða kennslu í þessum fræðum.

Stöðugleiki skipa

Í kennslu í stöðugleika skipa byggist námið á því að kenna nemendum að lesta skip með öruggum hætti. Nemendur eiga að kunna að lesta skip og vera kunnugt um allar þær reglur sem snúa að alþjóðlegum reglum um öryggi skipa á heimshöfunum.

Siglingareglur

Það á enginn að sigla skipi sem ekki hefur þekkingu á siglingareglunum. Þegar ég er að kenna nemendum siglingareglur þá beiti ég mikið að myndrænu kennsluefni auk þess sem ég læt nemendur læra alþjóðlegu siglingareglurnar utanbókar.

Til hvers kenni ég þessa grein?

Ég kenni þessa grein vegna þess að ég hef mjög mikin áhuga á öllu sem snýr að skipstjórn auk þess sem ég er með alla þá menntun sem hægt er að ná sér í skipstjórn þ.e. sem skipherra á varðskipum.

Að hverju stefni ég?

Ég stefni að því að gera skipstjórnarnám að betra námi en það er í dag. Ég er alltaf að gera skemmtileg og góð kennslugögn sem gera námið áhugaverðara fyrir þá sem það velja. Ég legg mig allan fram í því að gera kennsluna skemmtilega og áhugaverða. Skipstjórnarnám á ekki að vera minna nám en t.d. að læra að verða flugmaður. Mikil ábyrgð hvílir á starfandi skipstjórnarmönnum og geri ég miklar kröfur til nemenda um að þeir stundi nám sitt að áhuga og dugnaði.

Hvað segir námsskráin um greinina?

Námið veitir að uppfylltum skilyrðum um starfsþjálfun, siglingatíma, aldur og heilbrigði atvinnuréttindi til starfa um borð í skipum. Námskrá þessi gerir einnig ráð fyrir því að nemendur öðlist jafnframt viðeigandi menntun og þjálfun til að sinna rekstri og stjórn útgerðar í landi. Til þess að öðlast réttindi til starfa á farþega- og flutningaskipum þarf umsækjandi að hafa lokiðviðurkenndu námi sem fullnægir ákvæðum Alþjóðasamþykktarinnar um menntun og þjálfun,skírteini og vaktstöðu, svonefndrar STCW samþykktar.  Sú alþjóðasamþykkt tilgreinir þá menntun sem krafist er til þess að fá að gegna eftirtöldum stöðum: 

STCW III/1: 2. stýrimaður. Veitir réttindi til að gegna stöðu 2. stýrimanns á hvaða skipi sem er, án takmarkana að því er varðar gerð og stærð skipa, að uppfylltum öðrum skilyrðum samþykktarinnar. 

STCW III/2: Skipstjóri og yfirstýrimaður. Veitir réttindi til að gegna stöðu skipstjóra ogyfirstýrimanns á hvaða skipi sem er, án takmarkana að því er varðar gerð og stærð skipa, að uppfylltum öðrum skilyrðum samþykktarinnar. 

STCW III/3: Skipstjóri og stýrimaður. Veitir réttindi til að gegna stöðu skipstjóra.

Er ég sammála áherslum  námskrár?

Námskráinn sem ég er að vinna eftir er mjög góð enda eru stafsmenn Fjöltækniskóla íslands með í að setja þau markmið sem nemandinn á að kunn skil á þegar námskráin er samin.

Með bestu kveðju;

Kjartan Örn

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: