STARFSKENNING MÍN

Kjartan Örn Kjartansson

Greinagerðir

Greinagerð um æfingarkennslu

Þar sem ég er starfandi sem leiðbeinandi vel ég leið 3. Í leið 3 á neminn ekki að fara  í æfingakennslu hjá öðrum kennara heldur verður sótt um leyfi til skólastjóra að nemi nýti sína eigin kennslu og geri úttekt á henni undir leiðsögn og með aðstoð samkennara sem fær þá hlutverk æfingakennara. Auk þess er gert ráð fyrir að neminn heimsæki einn reyndan kennara í öðrum skóla og kynni sér starfshætti hans. Neminn útvegar æfingakennara í samráði við umsjónarmann. Æskilegt er að viðkomandi kenni sömu eða skylda grein en aðalatriðið er þó að hann sé traustur og viðræðugóður.Nemi og æfingakennari hafa alls 8 klukkustundir til ráðstöfunar. Æfingakennari og nemi skiptast á heimsóknum, til dæmis á þann hátt að neminn fylgist með æfingakennaranum í samtals 4 kennslustundir (2 × 40 mín) og æfingakennari fylgist með kennslu nemans í 4 kennslustundum (4 × 40 mín). Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir að æfingakennari og nemi ræði ítarlega um undangengna kennslustund.
Sá tími sem er til ráðstöfunar (8
× 60 mín = 480 mín) myndi þá dreifast nokkurn veginn svona:
áhorf / kennsla: 8 × 40 mín = 240 mín
fundir / samráð: (2 klst) = 120 mín
skýrslugerð:  (2 klst) = 120 mín Nemi heldur leiðarbók á meðan á æfingakennslu stendur. Hann skráir hjá sér framvindu æfingakennslunnar, óvænta þætti sem upp koma auk þess sem hann metur skipulagið, framkvæmdina og punktar hjá sér tillögur um endurbætur. Á grundvelli leiðarbókarinnar skrifar neminn greinargerð um æfingakennslu sem hann setur í ferilmöppu. Greinargerðin (1500 – 2000 orð) á að vera gagnrýnin og greinandi umfjöllun um alla þætti æfingakennslunnar (áhorf, aðstoð, kennsla), bæði það sem vel gekk og það sem gekki ekki eins vel. Í skólaheimsókninni kynnist neminn viðhorfum og starfsháttum kennara í öðrum skóla. Áhersla er lögð á að þetta fari fram með skipulögðum hætti (t.d. vettvangsnótur og ljósmyndir). Að heimsókninni lokinni skrifar neminn Greinargerð um skólaheimsókn þar sem áhersla er lögð á að bera saman eigin kennslu og kennslu þess sem heimsóttur var. Með „kennslu“ er hér ekki einasta átt við vinnulag í kennslustundum heldur líka hugmyndafræði, markmið, áherslur, námsgögn og aðbúnað svo eitthvað sé nefnt. Greinargerðina setur þú í ferilmöppu, í kafla um æfingakennslu 4 c. Ég hafði samband við vin minn og starfsfélaga, Vilberg Magna Óskarsson, sviðstjóra Fjöltækniskóla Íslands, um að hann myndi sjá um mína æfingarkennslu. Vilbergur Magni, eða bara Magni eins og hann er kallaður í daglegu tali, var til í að taka þátt í þessum námshluta með mér. Þar sem við Magni erum að vinna saman alla daga eigum við góð samskipti og það átti eftir að koma sér vel í þessari æfingarkennslu.Viku áður en kennslan hófst var ég búinn að láta Magna hafa kennsluáætlanir, áfangalýsingu og þau kennslugögn af þeim áfanga sem ég ætlaði að kenna á meðan Magni myndi koma í tíma hjá mér til að skoða kennsluna hjá mér. Magni var búinn að fara yfir þessar kennsluáætlanir og kennsluefni áður en hann kom í tíma hjá mér í tímum. Magni var sáttur við þær kennsluáætlarnir sem ég gerði fyrir önnina og einnig var hann ánægður með þau kennslugögn sem ég ætlaði að fara í gegnum í tímunum og vorum við sammála um að þetta væru nákvæmlega það kennsluefni sem ég tiltók í kennsluáætlun fyrir áfangann í upphafi annar.Magni var í tímum hjá mér í stöðugleika skipa (STL213) þriðjudaginn 9. október 2007 (vika 41) og þriðjudaginn 16. október 2007 (vika 42). Ég byrjaði á að segja nemendum hvað við værum að fara að gera í tímunum. Þá var komið að því að dreifa nýjum skipsgögnum með skipi A en það er módel sem við erum að nota við kennslu á skipstjórnarsviði hjá Fjöltækniskóla Íslands. Því næst byrjaði ég á því að kynna fyrir nemendum skipsgögnin á skjánum hjá mér en ég er með frábæran kennslubúnað sem heitir Smart board en þetta er rafræn kennslutafla þar sem ég get skrifað inn á þau kennslugögn sem ég er að sýna nemendum hverju sinni.    
     

Samtalið

Ég og Magni vorum hjartanlega sammála um mikilvægi þess að ramminn fyrir námið þ.a.s. kennsluáætlunin yrði að vera skýr og þannig hönnuð að nemendur ættu ekki að eiga í vanda með að skilja hana á nokkurn hátt. Ég fer reglulega yfir stöðu mála með nemendum með því að fara yfir kennsluáætlun áfangans, þetta geri ég til þess að nemendur viti nákvæmlega hvað búið er að fara yfir og hvað á eftir að gera á önninni. Ég legg mikið uppúr snyrtimennsku, vinnusemi og nákvæmni og því byrja ég alltaf á því að lesa upp hvort að allir séu ekki örugglega. Þetta vita nemendur og því leggja þeir mikla áherslu á að mæta á réttum tíma í kennslustundir hjá mér.

Öll kennsla þarf að vera þannig uppbyggð að það sé einhver slaki í tímaáætlunum því eins og reynslan sýnir þá þýðir ekkert að áætla tímann þannig að engin tími er eftir fyrir nemendur og kennara til að ræða hluti sem snúa kannski ekki beint að þeim verkefnum og námsefni sem verið er að taka fyrir hverju sinni heldur þarf að vera tími til að rifja upp frá fyrri tímum áfangans. Ég og Magni vorum sammála um að það þýðir ekkert að geysast áfram í kennslumagni heldur að gefa sér og nemendum sínum nægilegan tíma til að læra öll grunnatriði vel þannig að þau festist í nemendum til framtíðar en ekki bara í skammtímamynninu. Fara þarf varlega að nemendum, það eru jú þeir sem komnir eru í skóla til að læra og það er mikilvægt fyrir kennara að gleyma sér ekki við kennslu að þó að þeir séu sjálfir klárir í kennsluefninu og fræðunum þá er það nemandinn sem á að læra námsefnið vel.Mikilvægt er að kennari sé 100% undirbúinn undir kennslustundir þó að það sé gaman að því að vera með fljótandi tíma einstökusinnum þegar þannig ber undir. Kennarinn þarf að vera búinn að ljósrita það efni sem á að afhenda nemendum í hverri kennslustund og hef eg þá reglu að fyrir hverja önn reyni ég að ljósrita sem mest af því kennsluefni sem á að afhenda nemendum á komandi önn. Sem dæmi má nefna að skipsgögnin sem ég afhendi nemendum í áfanganum STL213 er ég búinn að ljósrita í möppur og möppurnar hef ég í stofunni sem ég er að kenna í. Það er einig mikilvægt að nemendur geti nálgast allt kennsluefnið þó að þeir komast ekki í tíma af einhverjum ástæðum. Ég er með kennsluumhverfi sem heitir Námskjár en þar set ég allt námsefni og öll verkefni inn svo að nemendur geti sótt þau þangað inn heima hjá sér.  

Framgangur kennslu

Þegar ég er að kenna þá beiti ég mikið þeirri aðferð að kynna fyrir nemendum hvað við erum að fara að gera í tímunum, ég er yfirleitt í svona 30 til 40 mínútur með þessar kynningar. Þegar kynningunum er lokið þá læt ég nemendur vinna annaðhvort eina eða í hópum. Þá geng ég á milli þeirra og aðstoða eftir þörfum hvers og eins. Ef ég verð var við að það að nemendur eru að rekast á einhverja veggi þá segji ég nemendum að fylgjast með á tölfuna því núna ætli ég að skoða þetta atriði betur. Ég og Magni erum sammála um að þessir kennsluhættir hafi reynst vel í kennslunni hjá mér og eru nemendur mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag á kennslunni.

Í enda hvers kennslutíma er mjög mikilvægt að kennari fari yfir það sem nemendur eiga að hafa lært í tímunum. Einnig er mjög mikilvægt að fara yfir þau verkefni sem unnin hafa verið í tímunum svo að nemendur viti 100% að þeir hafi verið að gera rétt. Það er líka árangursrík leið að láta nemendur fara með heimaverkefni heim til sín til að leisa þar með sama námsefni og fyrir var tekið í tímunum.

Magni tók fram að þessi leið hafi gefist vel hjá honum síðan hann byrjaði að kenna fyrir nokkrum árum og að þessi leið auki sjálfstæði og öryggi hjá nemendum sérstaklega þegar það er verið að taka fyrir þungt kennsluefni.

Núna þegar þetta er ritað þá er ég búinn að vera að kenna í 3 ár. Ég kenni mjög mikið og hef þurft að leggja mig allan fram til að vera góður kennari. Ég er búinn að búa til mikið af kennsluefni, leiðbeiningum og verkefnum. Ég tel að þetta framtak mitt hafi aukið gæði kennslunnar sem ég er að kenna. Allt námsefni sem ég er að kenna á ég rafrænt og það sem hefur ekki verið til rafrænt hef ég skannað, auðvita með leyfi hlutaðeigandi aðila.

        

Ástundun og árangur nemenda

Við Magni ræddum um mætingu nemenda og hvernig námsárangur þeirra tengdist mætingu þeirra í skólann. Það er ljóst að með nútíma tækni þá er hægt að læra meira heima hjá sér en áður tíðkaðist. Sem dæmi má nefna þá erum við hjá Fjöltækniskóla Íslands með kennsluumhverfi sem heitir Námskjár. Ég nota Námskjáinn mikið í minni kennslu og þangað set ég allt mitt kennsluefni og öll verkefni inn. Þar geta nemendur sem af einhverjum ástæðum komast ekki í skólann.

Samt er ég á þeirri skoðun að það komi ekkert í staðinn fyrir það að vera með kennarann á staðnum hjá sér þega maður er að læra auk þess sem það veitir nemandanum mikið öryggi og aðhald. Ég miða við að mínir nemendur mæti  í 90% allra kennslustunda og hef ég það sem dæmi sem lámarksmætingu ef nemendur ætla að eiga möguleika á símati en auðvita verða nemendur að uppfylla fleiri skilyrði eins og 100% verkefnaskil og 7,00 í einkunn í 3 hlutaprófum (sjá kennsluáætlanir frá mér í STL213).

Nemendur vilja skýr skilaboð og góðan aga

Þegar ég er að kenna þá vill ég að nemendur séu að hugsa um námið en ekki eitthvað annað. Ég legg mikla áherslu á góðan aga en samt vill ég að nemendur séu þeir sjálfir. Ég er svo afskaplega heppinn að ég á ekki í neinum vandræðum með að fá nemendur til að fylgja mér í öllu sem við erum að gera hverju sinni. Ég og Magni vorum einnig sammála um mikilvægi þess að kennarar séu að hugsa um alla nemendur og þannig verpi að einn til tveir nemendur séu ekki að trufla aðra nemendur með einhverjum óþarfa hávaða og tilheyrandi truflun sem þetta getur valdið öðrum nemendum.Það getur verið leiðnlegt að sjá hvernig nemendur geta gengið um skólann sinn. Mér finnst það vera siferðisleg skilda að kennarar séu ekki bara að kenna nemendum ákveðin fög heldur tel ég það séi einnig skilda kennara að kenna nemendum almennar umgengisreglur í skólasamfélaginu, t.d. að ganga frá eftir sig við daglegar athafnir. Það er reynsla okkar Magna að nemendur vilji góðan aga miklu frekar en agaleysi í skólanum sínum.  

Kennslumat nemenda

Eins og ég tók fram hér að framan þá hef ég verið svo lánsamur að vera vel liðinn hjá nemendum að ég hef ekki þurft að kvara undan kennslumati nemenda helgur hef ég aftur á móti verið að fá frábært kennslumat frá nemendunum mínum. Kennslumat er kannski ekki til þess gerð að sjá hvað einstakir kennarar eru að gera vel heldur eru þau haldin til þess að sjá hvort það sé eitthvað að einstökum kennurum og kennslunni hjá þeim.

Lokaorð

Í stuttu máli má segja að Magni hafi verið ánægður með vinnubrögðin hjá mér í kennslunni og því utanumhaldi sem ég beiti við kennslunna hjá mér. Eins var Magni mjög ánægður með þann undirbúning sem ég er búinn að gefa af mér í sambandi við námsgagna-, leiðbeininga- og og verkefnagerð. Hérna sannast það að það sem gert er í fyrra verkinu sést í því seinna. Ég þakka Magna fyrir frábæra aðstoð og þann velvilja sem hann er búinn að sýna mér í þau 3 ár sem við höfum unnið saman hérna hjá Fjöltækniskóla Íslands. Ég hefði ekki viljað fá neinn annan kennara til að vinna svona vel með mér í þessari æfingarkennslu.

Einnig langaði mér til að þakka Hafþór Guðjónssyni og Leif A. Ísakssyni fyrir góða kennslu í þessum áfanga.

Með bestu  kveðju;

Kjartan Örn Kjartansson

Greinagerð um heimsókn mína til Fjölbrautarskóla SuðurnesjaInngangurÞar sem ég er að kenna skipstjórn hefði ég haft áhuga á að fara í heimsókn til skóla sem er að kenna skipstjórn en þar sem Fjöltækniskóli íslands, skólinn sem ég er að kenna hjá, er eini skólinn á Íslandi sem er að kenna skipstjórn ákvað ég að fara í heimsókn til Fjölbrautarskóla Suðurnesja þar sem þeir eru að kenna netagerðarnám.Verkefni þetta er hluti að námi mínu í áfanganum Kennslufræði Greinasviða og Æfingarkennsla. Til að vinna þetta verkefni þá fór ég í heimsókn til Fjölbrautarskóla Suðurnesja (FSS). Vinur minn er að kenna netagerð og fleiri fög hjá FSS. Ég lærði netagerð hjá FSS á sínum tíma og er þess vegna öllun hnútum kunnugur hjá FSS.

Kennarinn sem ég heimsótti heitir Lárus Pálmason og er mikill áhugamaður um netagerð og allt sem snýr að þessum þáttum. Ég fór á föstudegi í þessa heimsókn og gaf mér góðan tíma í heimsóknina. Þar sem ég er menntaður sem netagerðarmaður og kenni þessi fræði hjá Fjöltækniskóla Íslands þá liggur það vel við að skoða aðeins í kringum sig og sjá hvað aðrir eru að gera. Það er aldrei að vita að maður læri einhverja nýja hluti í svona heimsókn.

Eftir heimsóknina ræddi ég við Lárus í gegnum netforritið Skype til að ræða niðurstöður heimsóknar minnar til hans. Við ræddum þætti eins og hvert er hlutverk kennarans og hvernig kennarinn getur skilað starfi sínu sem best frá sér, hvernig best er að setja upp kennsluáætlanir með það í huga að nemandinn læri grunnatriðin vel sem snúa að netagerð, hvernig umhverfi er best er að kenna netagerð í með tilliti til aðstöðu, einnig ræddum við mörg önnur atriði sem allt of langt mál er að fara að telja hér upp.

Auk þess að fara til Fjölbrautarskóla Suðurnesja fór ég í heimsókn til Haraldar Harðarsonar, skólabróðurs míns hérna í Kennaraháskóla Íslands. Haraldur er að kenna smíðar við Vélstjórnarsvið  hjá Fjöltækniskóla Íslands.

Ég fékk að vera með honum í verklegri kennslu þegar hann var að kenna hóp sem heitir SMÍ204. Það var áhugavert að sjá hvernig Haraldur bar sig að í kennslunni og það var gaman að sjá hvernig kennarar sem eru að kenna allt öðruvísi fög en ég er að kenna bera sig að kennslu. Ég ætla að láta nægja að fjalla um heimsókn mína til Fjölbrautarskóla Suðurnesja í þessari umfjöllun.

Hlutverk kennarans

Hlutverk kennarans er margþætt og margslungið. Kennarinn þarf að vera hæfur í stjórnun til þess að geta sett upp dagskrá sem hentar hverjum áfanga fyrir sig. Kennarinn þarf að vera á tánnum til þess að skapa þannig námsumhverfi að nemendur læri það sem þeir eiga að læra og öðlist þá færni til að geta yfirfært það sem þeir læra í skóla út í atvinnulífið. Mikilvægt er að kennsluáætlanir séu vel unnar og þannig sé hægt að vinna eftir þeim allan önnina.

Kennari sem kennir netagerð verður að vera fær á því sviði auk þess sem kennarinn verður að eiga auðvelt með að umgangast margbreytilega nemendur í nemendahópnum. Kennarinn verður að vera þolinmóður við nemendur og sýna þeim virðingu í daglegum samskiptum. Kennarinn verður að vera duglegur við að þjálfa nemendur en hann getur gert það með þjálfunarverkefnum. Ég er t.d. að kenna 2 hópum í SJÓ112 (sjómennska) en þar er ég með þaulhugsaða kennsluáætlum, sem ég kenni etir, en einnig er ég með lista þar sem nemendur kvitta hjá sér hvað þeir eru búnir að læra.

Námsumhverfi

Það skiptir miklu máli að það námumhverfi sem kennara og nemendum er boðið uppá sé hannað þannig að það hennti þeim kennslufögum sem kenna á þar. Uppröðun borða og stóla skipti miklu máli í hefðbundnum kennslustofum og alveg eins í verklegri kennslu þá verða þau kennslutæki sem þar eru notuð að vera þannig sett upp að þau komi að sem bestum notum við kennsluna.

Í SJÓ112 er ég að kenna sjómennslu, öryggismál, netagerð auk fleiri þátta. Þegar ég er að kenna netagerð þá er ég með sérhannaðar stangir þar sem nemandinn getur ráðið hæð netsins þegar nemandinn er að vinna við bætningu. Ljósabúnaðaður og birta í kennslustofum skiptir miklu máli í kennslu auk þess sem hitastig skiptir miklu máli einnig. Nemandinn verður að líða vel í kennslustofunni, hann verður að finna fyrir öryggi og líða eins og að hann sé á heimavelli og að hann tilheyri hópnum.

Kennari þarf að kynnast nemendum sínum

Það er mjög mikilvægt að kennarar þekki vel inn á nemendur sína því segja má að engir tveir einstaklingar eru nákvæmlega eins. Þannig má segja að kennarinn sé að hámarka það sem hann getur gefið af sér til hverrs og eins nemenda með því að skilja þarfir hvers og eins. Ef  kennarinn vinnur svona þá á hann auðveldara með að meta hvaða kröfur hann getur gert til hvers og eins nemanda auk þess sem kennarinn á auðveldara með að stýra starfinu í kennslustofunni með tilliti til hópaskiptingar og fleiri þátta sem snúa að stjórnunarhliðinni í starfi kennarans. Mikilvægt er að kennarinn hrósi nemendum og byggji þannig upp sjálftraust hjá þeim, það er ótrúlegt hvað nemendur virkjast ef þeim er hrósað. Ég og Lárus vorum sammála um alla þessa þætti.

Kennarinn þarf að skapa þannig andrúmsloft að nemendur beri virðingu fyrir kennaranum, eigum skólans og skólanum sínum.

Gerð verkefna

Þegar ég fór til Fjölbrautarskóla Suðurnesja þá tók ég með mér fartölvuna mína. Ég og Lárus fórum yfir það námsefni og þau verkefni sem sem við erum að kenna í netagerð. Við Lárus erum báðir mjög öflugir í að búa til námsefni og verkefni fyrir okkar kennslu og okkar nemendur. Við erum sammála um að það skipti miklu máli í allri kennslu að námsefni sé vandað og að þau verkefni sem nemendur eiga að vinna séu þannig gerð að þau séu til þess gerð að þau draga út úr námsefniu þá þætti sem skipta miklu máli. Allt námsefni og öll verkefni þurfa að vera á rafrænu formi svo að nemendur geti nálgast þau inni á Námskjá (Námskjár er kennsluumhverfi á netinu sem Fjöltækniskólinn á hlut í).

Mikilvægt er að nemendur skili inn verkefnum til kennara í áfanganum svo að nemendur vandi sig við alla verkefnavinnu og einnig til þess að nemendur fái umsögn fyrir verkefnin sín. Þegar verkefni eru hönnuð þá skiptir miklu máli að verkefnið sé vandað, að það sé hæfilega erfitt og að lausnartíminn á verkefninu sé hæfilegur.  Það verður að varast að gera verkefnin þannig að þau séu hæfileg áskorun til nemendans. Ef það er ekki passað upp á þessi atriði þá er hætt við því að nemandinn ráði ekki við verkefnið og afleiðingarnar geta verið uppgjöf og vanmáttartilfinning og ekki viljum við að það gerist.

Mismunandi kennsluaðferðir

Ég er mjög hrifinn af því að blanda saman kennsluaðferðum. sem dæmi má nefna þá er erfitt að halda athygli nemenda með sömu kennsluaðferð í meira en 30 mínútur. Það er gott að blanda saman fyrirlestrum, umræðum, rannsóknir og verkefnavinnu.

það var gaman að sjá hvernig Láus ber sig að þegar hann er að kenna. Lárus lifir sig inn í kennsluna og tengir jafnóðum í raunveruleikann þegar hann er að kenna nemendum. Sem dæmi má nefna að þegar hann er að kenna líkanagerð þá er hann með lítinn veiðafæratank sem er sérhannaður til þess að prófa veiðarfæri í, í stofunni hjá sér. Þessar tengingar skipta miklu máli í námi nemandans og þetta skilar sér í betri árangri hjá nemandanum.

Gerð námsgagna

Námsgögn skipta miklu máli í öllu námi. Mikilvægi þess að kennslugögnin séu vönduð er ótvíræð. Ég og Lárus bárum okkur námsefni saman og vorum við ánægðir með námsefnið hjá hvorum öðrum. Framsetning á námsefni skiptir gríðalega miklu máli, námsefnið verður að vera þannig framsett að nemandinn eigi auðvelt með að skilja t.d. sýnidæmi og ekki sakar ef námsefnið vekur áhuga hjá nemendum.

Námsmat hjá nemendum

Við Lárus ræddum um hugmyndir okkar til námsmats og vorum sammála um að framsetning á námsmati verður að vera skýr í kennsluáætlun svo að nemandinn geri sér strax grein fyrir því að hann verður að vinna alla þá námþætti sem kennarinn leggur fyrir nemendur á önninni. Það verður einnig að gæta þess að tiltaka hvað hvert verkefni hefur í vægi til lokaeinkunnar.Ég byrjaði sjálfur að beita hlutaprófum fyrir um 2 árum síðan. Núna eiga nemendur kost á því að klára áfangann á símati ef hann nær 7,00 í 3 hlutaprófum. Þetta símat gerir það að verkum að nemandinn er á tánnum alla önnina í stað þess að áður fyrr þá voru nemendur að gefa allt í botn rétt fyrir lokapróf en það hefur ekki góðri lukku að stýra.

Í kennslu eins og í SJÓ112 þá er maður að fá mjög mismunandi stadda nemendur. Sumir nemendur hafa ekki verið á sjó og sumir hafa mikla reynslu á sjó. Þetta gerir það að verkum að sumir nemendur geta fengið að sleppa einstökum tímum þegar það er verið að taka fyrir þætti sem þeir kunna eða þá að þessir nemendur geta skoðað einhver atriði sem þeir telja sig þurfa að skoða betur. Það má segja að ef það er 10 nemendur í hóp þá er maður með 10 nemendur sem eru á misjöfnum hraða og á misjöfnum stað í náminu þó að það sé verið að vinna eftir kennsluáætlun, það má sem sagt segja að kennarinn verður að vera sveigjanlegur.

Umræður í kennslustofu

Það er mjög mikilvægt að kennarinn opni umræðu um það sem á að fara að taka fyrir og að sama skapi er einnig er mjög mikilvægt að kennarinn ræði við nemendur um niðurstöður einstakra verkefna að þeim loknum. Allar umræður eru af hinu góða og það er mjög mikilvægt að kennari og nemendur ræði saman um einstök verkefni og pælingar í náminu. Þannig geta kennari og nemendur miðlað á milli sín fróðleik, kunnáttu og hvað ber að varast í námi.Mikilvægt er að láta nemendur kynna það sem þeir eru að vinna með. Nemendur hafa gott að því að segja frá því sem þeir eru að vinna í en með þessu fást mikilvæg atriði eins og nemendinn þjálfast í því að koma fram og að nemandinn fer að hugsa um hvernig hann á að segja frá verkefninu sem hann er að vinna við.

Ég og Lárus vorum sammála um að umræður eru að hinu góða og að þær skipta miklu máli í öllu námi. Við vorum einnig sammála um að kennari og nemendur þurfa einnig að geta rætt saman um annað en námið og slegið á létta streingi. Maður finnur fyrir því í námi eins og ég er sjálfur er í núna í Kennaraháskóla Íslands en allar umræður eru á WebCt en ekki í skólastofunni. Fyrir þessu finnur maður fyrir sérstaklega þegar þegar maður er að vinna einn heima hjá sér í t.d. þessu verkefni sem ég er að vinna núna við.

Kennslustundirnar

Þegar ég fór í heimsóknina í Fjölbrautarskóla Suðurnesja þá var Lárus að fara að kenna áfanga sem snýr að líkanagerð á veiðarfærum. Þessi áfangi er bóklegur og verklegur en nemendur smíða líkan af veiðarfæri í ákveðnum skala sem þeir síðan prófa í veiðarfæratank. Áfanginn er semsagt þannig að nemendur teikna ákveðið veiðarfæri sem þeir síðan setja upp á staðnum.Fyrir nokkrum árum var ég nemandi hjá Lárusi og kunni ég alltaf vel við hann sem kennara. Það var virkilega gaman að koma til Keflavíkur í þessum tilgangi en ekki sem almennur nemandi og gerði ég það að ganni mínu að bera saman þau ólíku sjónarhorn sem nemandinn hefur til kennara, annars vegar, og kennari hefur til kennara, hinsvegar.

Það var gaman að sjá hvernig Lárus ber sig að við kennsluna og sérstaklega fannst mér skemmtilegt að sjá þegar hann setti verkefnin frá nemendum í veiðarfæratankinn og útskýrði fyrir nemendum hvað væri að gerast á augnabliki. Einnig sýndi Lárus nemendum hvað gerist þegar hann fór að breita lengdinni á neðri gröndurunum. Þetta vakti upp umræður hjá nemendum um veiðarfærið um breytinguna sem þetta olli. Það var einnig greinilegt að það var góður andi í bekknum og nemendur voru óþvingaðir. Einnig fór það ekki á milli mála að nemendur báru mikla virðingu fyrir Lárusi og segja má að kennslustundin gekk vel í alla staði. Það var áhugavert að spá í hvernig Lárus talar blíðlega við nemendur sína og hvernig hann svarar þeim með vinsemd.

Þó að allt skipulag sé að hinu góða þá getur það verið varasamt að keyra önnina eins og vélmenni. Kennarar verða að geta breytt til eða hagrætt kennslu miðað við kennsluáætlanir en passa sig samt á því að fylgja kennsluáætlun. Það getur einnig verið nauðsynlegt að fara með nemendur í vettvangsferðir til að sjá hluti með eigin augum í stað þess að nema af kennara og kennslubókum.

Lokaorð

þetta verkefni var fróðlegt fyrir mig í alla staði. heimsóknin til Fjölbrautarskóla Suðurnesja var fræðandi og þakka ég Lárusi Pálmasyni kærlega fyrir að taka svona vel á móti mér í þessari heimsókn minni til hans. Það er gaman að sjá hvað Lárus er búinn að gera þetta náms skemmtilegt og um leið áhugavert. Ég fékk nýjar hugmyndir í kollinn og er nú þegar byrjaður að hrinda þeim í framkvæmd. Ég er búinn að kenna mikla kennslu í 3 ár og þess vegna hefur þetta verkefni ekki verið neitt stór mál fyrir mig en að sjálfsögðu hef ég lagt töluverða vinnu í þetta verkefni auk þess sem það fór hálfur dagur í heimsóknina til Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Hvað lærði ég á þessu? Mér finnst mjög gott að vera í kennslutímum hjá öðrum. Alltaf þegar ég sit í tíma hjá öðrum kennurum þá er ég að greina kennarann og skoða kosti og hvað má gera betur. Mér finnst alveg nauðsynlegt að skoða aðra kennara til þess að betrumbæta sjálfan mig sem kennara og einstakling.

Garðabær,

28. október 2007

Kjartan Örn Kjartansson

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: